Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 707. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1220  —  707. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Andrés Svanbjörnsson frá iðnaðarráðuneyti og Sigurð Óla Kolbeinsson frá Samtökum sveitarfélaga.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á álagningargrunni fasteignaskatts vegna stækkunar á álbræðslu Norðuráls á Grundartanga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 27. apríl 2005.



Einar Oddur Kristjánsson,


varaform., frsm.


Kjartan Ólafsson.


Jóhann Ársælsson.



Einar Már Sigurðarson.


Sigurjón Þórðarson.


Bjarni Benediktsson.



Dagný Jónsdóttir.